Snerting fyrir blinda

Sjónlýsingin á snjallsíma, athugið að vera með heyrnartól við hendina.

1. Við byrjum á því að hala niður appinu Movie Reading, það er bæði til á google play store fyrir android síma og á apple app store fyrir iphone síma. Appið er táknað með lógói sem er blátt með stóru M og R og heitir MovieReading.

2. Þegar þú ert búinn að hala niður appinu, lendir þú strax á stillingarsíðu þar sem þú getur valið land. Þegar Ísland er valið, þá kemur Snerting upp. Þá velur þú þá mynd.

3. Þá er okkur boðið að hala niður skránni. Það tekur örfáar sekúndur og er auðvelt.

4. Þá erum við beðin um að setja lýsinguna á símanum á lágt, taka skjálæsinguna af og setja símann á airplane mode. Þá erum við tilbúin að hlusta þegar myndin hefst með því að ýta á OK á skjánum.En gleymum ekki heyrnartólunum til að geta hlustað á þetta í símanum!