Svartir Sunnudagar 4. Febrúar 2018

Twin Peaks: Fire Walk With Me

Í rólegum smábæ þar sem íbúafjöldin er 51.201 manns kemur upp dularfullt morð en Sheryl Lee er með stórkostlega frammistöðu í myndinni sem flestir Tvídrangaaðdáendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Meistaravetur Svartra Sunnudaga 4. febrúar 2018 kl 20:00!

Lynch lýsir sögunni sem torráðinni og flókinni hryllingssögu. Gerist myndin síðustu sjö dagana sem Laura Palmer lifir og þeir sem hrifust af allri dulúðinni verða ekki fyrir vonbrigðum því gagnrýni á myndina hefur nánast gengið út á það hversu dulúðin er mikil og hversu óskiljanleg myndin sé.

Heba Þórisdóttir var ein þeirra sem sá um föðrunina í myndinni og Hjörtur Grétarsson var aðstoðartökumaður  svo að hún hefur svo sannarlega Íslandstengingu. Í þáttunum sjálfum var íslenskur kór, en það skýrist af því að Sigurjón Sighvatsson framleiddi þættina.

English

A little quiet town tucked in a valley. Population: 51, 201. A mysterious death and an inquiry like a charade. A diary kept secret, a pact, a malevolent other-self and a ring. Dreams, hallucinations, forebodings. Short-lived love stories, a singer distilling souvenirs of a by-gone time. A red room, white  lines, and a bobby-soxer who finishes burning her life away? This is the world of TWIN PEAKS : FIRE WALK WITH ME.

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: David Lynch
  • Ár: 1992
  • Lengd: 135 mín
  • Land: Bandaríkin
  • Aðalhlutverk: Sheryl Lee, Ray Wise, Mädchen Amick
Kaupa miða