Svartir Sunnudagar 7. Febrúar 2016

Black Narcissus

Myndin fjallar um tilraun nunna til að koma upp klaustri í hallarbyggingu í fjallabyggð í Himanlayafjöllunum. Það er undir lok Black Narcissus, þegar regndropar byrja að falla á frumskógarblað og það er orðið ljóst að draumar persónanna ná ekki að rætast að áhorfandann fer að gruna að sjónrænt hafi hann verið blekktur. Það fæst staðfest í lokin honum til mikillar undrunar.

Tökumaður myndarinnar, Jack Cardiff, er einn af brautryðjendum Technicolour kvikmyndatökutækninnar og halaði myndinni inn Óskarsverðlaun ásamt leikmyndagerðarmanninum. Dúndur mynd um átök holds og anda á Svörtum Sunnudegi, 7. febrúar kl 20:00! 

English

This Powell and Pressburger classic is set in a community of nuns high in the Himalayas. Their spiritual aims are hampered by the arrival of a beautiful native girl and a young general. As the two elope together, the nuns are left attributing blame to each other and, when a young child dies in their care, tensions begin to increase.

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Michael Powell, Emeric Pressburger
  • Ár: 1947
  • Lengd: 102 mín
  • Land: Bretland
  • Aðalhlutverk: Deborah Kerr, David Farrar, Flora Robson