Svartir sunnudagar hafa ákveðið að tileinka þremur sunnudögum þessari helgu bók og hefja leikinn næsta sunnudag, 9. apríl kl 20:00, með kvikmyndinni Spider Baby, or The Maddest Story Ever Told eftir Jack Hill og er hún frá árinu 1967. Þessari mynd er gerð skil í bókinni góðu, þar sem henni er þannig lýst að ef Luis Bunuel hefði einhverntíman gert gamanþætti í sjónvarpi þá yrði það eitthvað í líkingu við Spider Baby. Jack Hill átti síðar eftir að gera garðinn frægan með “Blaxpoitation” myndum eins og Foxy Brown, Coffie og Switchblade Sisters.