Svartir Sunnudagar 11. Október 2015

Come and See

Þetta er talin vera ein áhrifamesta kvikmynd, sem gerð hefur verð um grimmdarverk herja fasista í Sovétríkjunum í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin gerist á árinu 1943 í Hvíta-Rússlandi sem varð einna verst úti af völdum innrásarherja Þjóðverja. 628 hvítrússnesk sveitaþorp voru jöfnuð við jörðu og meira en 100 þúsund íbúar þeirra, konur, börn og gamalmenni brennd inni. Kvikmyndin Come and See hlaut margvíslega viðurkenningu og verðlaun á sínum tíma, ma. gullverðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Hún var sýnd á kvikmyndahátíð í Reykjavík haustið 1987 í Laugarásbíói.

After finding an old rifle, a young boy joins the Soviet Army and experiences the horrors of World War II. Come and See is widely considered a critical success, appearing on many lists of films considered the best.

Here is the event on Facebook 

 

 

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Elem Klimov
  • Ár: 1985
  • Lengd: 136 mín
  • Land: Sovíetríkin
  • Aðalhlutverk: Aleksey Kravchenko, Olga Mironova, Liubomiras Laucevicius