Svartir Sunnudagar 17. Apríl 2017

Faster Pussycat, Kill Kill!

Árið 1985 gaf Re-Search út bókina Incredibly Strange Films eftir V. Vale og Andrea Juno. Bók þessi er biblía áhugamanna um undarlegar bíómyndir og er enn lesin víða um heim. Bókin rýnir í ýmsar undarlegar myndir sögunnar frá fersku sjónarhorni og inniheldur viðtöl við leikstjóra eins og Russ Meyer, Herchell Gordon Lewis, Ted V. Michaels og fleiri meistara undranna.

Annan í páskum, 17. apríl, munu Sunnudagarnir Svörtu sýna eina frægustu cult mynd allra tíma, Faster Pussycat, Kill Kill! eftir furðufuglinn Russ Meyer. Þessi mynd hefur verið í uppáhaldi manna eins og John Waters alveg frá því hún var frumsýnd árið 1965 og er hún enn sýnd í cult myndabíóum víða um heim. Myndin fjallar um þrjú lævís glæpakvendi sem vefja feðgum nokkrum um fingur sér í eftirsókn eftir skjótfengnum auði. Dauðasyndirnar sjö koma þarna allar uppá yfirborðið.

English

Three go-go dancers holding a young girl hostage come across a crippled old man living with his two sons in the desert. After learning he’s hiding a sum of cash around, the women start scheming on him. The film is a part of celebration of the book  Incredibly Strange Films by V. Vale and Andrea Juno.

Faster Pussycat, Kill Kill! by Russ Meyer (1965) – screened Easter Monday April 17th at 20:00

  • Tegund: Spennumynd
  • Leikstjóri: Russ Meyer
  • Ár: 1965
  • Lengd: 83 mín
  • Land: Bandaríkin
  • Aðalhlutverk: Tura Satana, Haji, Lori Williams