Svartir Sunnudagar kynna: Sól er sveitastelpa sem kemur til Reykjavíkur til að láta drauma sína rætast. Hana langar til að læra að syngja og fær vinnu á skemmtistaðnum Rjómanum til að framfleyta sér. Sveppi er dólgslegur maður sem rekur staðinn. Hann reynir þó að sýna sínar bestu hliðar til að komast í buxurnar hjá Sól. Besti vinur Sveppa er listmálarinn Lass. Sveppi tekur eftir að hann er hrifinn af Sól og veðjar við hann hvor verði fyrri til að sofa hjá henni. Sóðabælið Reykjavík reynist varasamt fyrir óreyndu sveitastelpuna og hún þarf að læra á lífið í borginni áður en hún getur látið drauma sína rætast.