Vel heppnuð opnunarhátíð Barnakvikmyndahátíðar!

 

Opnun Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík í gær var frábærlega vel heppnuð!

Það var troðfullt hús af krökkum í búningum, foreldrum, ömmum og öfum, frænkum og frændum sem mættu með heiðursgestunum, börnunum. Vísinda Villi sýndi nokkrar tilraunir, Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri bíósins, borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson og forsetafrúin Eliza Reid héldu ræður og opnuðu hátíðina. Íbúðin Valdís mætti á svæðið og bauð upp á ís og öll börn fengu popp og svala!

Ljósmyndarinn Carolina Salas var á svæðinu og náði skemmtilegum myndum!