Private: Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2017

Hunting Flies / Fluefangeren

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Izer Aliu
  • Handritshöfundur: Izer Aliu
  • Ár: 2016
  • Lengd: 109 mín
  • Land: Noregur
  • Frumsýnd: 9. September 2017
  • Tungumál: Albaníska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Burhan Amiti, Miraxh Ameti, Hadis Aliov, Besar Amiti

Fluefangeren er pólitísk allegóría um ris og fall einræðisríkis. Sögusviðið er skólastofa og spannar frásögnin einn viðburðaríkan dag þar sem áhorfandinn kynnist Ghani, kennara með háleitar hugsjónir sem missir vinnuna fyrsta skóladaginn. Í lokatilraun til að endurheimta starfið læsir hann nemendur sína inni í skólastofunni og neyðir þá til að finna lausn á átökum sem heimabæir þeirra hafa háð í heilan mannsaldur.

Fluefangeren er fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Myndin var tekin í Makedóníu og heimsfrumsýnd á Discovery Programme á Kvikmyndahátíðinni í Toronto 2016. Eftir það var hún sýnd á fjölda annarra kvikmyndahátíða, meðal annars í Tromsø, þar sem hún vann til norsku friðarkvikmyndaverðlaunanna.

Hinn afkastamikli Aliu vinnur nú að tveimur verkefnum: raunsæisdramanu 12 Bragder, sem er í eftirvinnslu, og pólitísku stórmyndinni Slavemerket.

English

The idealistic teacher Ghani loses his principles during an intense day, when he barricades the students in an attempt in saving his working place. A political drama caging the rise and fall of a dictatorship in a classroom.

In Albanian, screened with English subtitles.