Private: Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2017

Little Wing /Tyttö nimeltä Varpu

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Selma Vilhunen
  • Handritshöfundur: Selma Vilhunen
  • Ár: 2016
  • Lengd: 100
  • Land: Finnland
  • Frumsýnd: 8. September 2017
  • Tungumál: Finnska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Linnea Skog, Paula Vesala, Lauri Maijala

Little Wing (Tyttö nimeltä Varpu) segir sögu hinnar 12 ára gömlu Varpu (Linnea Skog), sem er óðum að vaxa úr grasi á meðan móðir hennar, Siru (Paula Vesala), vill ekki verða fullorðin. Eitt kvöldið hefur Varpu fengið nóg af félögum sínum í hestamennskunni og móður sinni. Hún stelur bíl og ekur norður á bóginn í leit að föður sínum, sem hún hefur aldrei hitt. Fundur Varpu og föður hennar hrindir einhverju af stað í lífi mæðgnanna og kemur þeim í skilning um hvaða hlutverki þær gegna í tilveru hvor annarrar og í heiminum.

Little Wing er fyrsta mynd Vilhunen í fullri lengd, var heimsfrumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Toronto 2016 og hefur síðan verið sýnd á yfir 20 alþjóðlegum hátíðum. Hin unga Linnea Skog vann til Jussi-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni, auk Nordic Star-verðlauna á hátíðinni BUFF í Málmey.

Heimildarmynd Vilhunen, Hobbyhorse Revolution, sem fjallar um táningamenningu tengda leikfangahestum í Finnlandi, var heimsfrumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Tampere 2017 þar sem hún vann til tveggja verðlauna, meðal annars aðalverðlauna hátíðarinnar. Næsta mynd leikstjórans í fullri lengd, Hölmö nuori sydän, verður frumsýnd í Finnlandi á næsta ári.

English

Little Wing tells the story of 12-year-old Varpu (Linnea Skog), who’s quickly growing to adulthood, and about her mother (Paula Vesala), who doesn’t want to grow up.

In Finnish, screened with English subtitles.