Bergman í Bíó Paradís!
Bíósýning ásamt pallborðsumræðum eftir myndina um Bergman sem höfund!
Ingmar Bergman er besti leikstjóri Svía fyrr og líklega síðar. Hann hefur leikstýrt fjöldanum öllum af meistaraverkum og þetta er eitt þeirra. Villtu Jarðarberin segir frá gömlum manni sem þarf að horfast í augu við erfiðar minningar þegar hann ferðast á bernskuslóðir. Minningar í formi afturhvarfa (flashback) eru ótrúlega vel útfærðar og súrealískir draumar bæta kryddi í blönduna. Bergman er frábær sögumaður og á orðspor sitt skilið að fullu.
Í tilefni af hundrað ára afmæli Ingmar Bergmans býður Sænska sendiráðið í samstarfi við Bíó Paradís upp á sérstaka dagskrá til heiðurs leikstjóranum frá fimmtudeginum 30. ágúst til sunnudagsins 9. september. Sýndar verða fjórar valdar bíómyndir eftir meistara Bergman, boðið verður upp á pallborðsumræður í tengslum við myndirnar og sérstaka gesti. Einnig verður sett upp sýning í anddyri Bíó Paradísar með æviágripi Bergmans í máli og myndum ásamt vídeósýningu með 32 sjaldgæfum myndbrotum sem veita innsýn í líf og störf listamannsins. Á opnunardegi dagskránnar verður fluttur sérstakur listagjörningur til að heiðra bæði líf og dauða. Frítt er inn á alla viðburði BERGMAN Í BÍÓ PARADÍS og allir eru hjartanlega velkomnir.
Nánara yfirlit um dagskrá og viðburði má finna hér: www.bioparadis.is/vidburdir/bergman-i-bio-paradis/
English
After living a life marked by coldness, an aging professor is forced to confront the emptiness of his existence.
Professor Isak Borg, 78, is summoned from his home in Stockholm to the university of Lund in southern Sweden to receive an honorary doctorate for his services to science. He travels there with his daughter-in-law, who feels resentful toward him because his son, her husband, displays all the egotistical traits of the old man and does not want to have children. They encounter three hikers and take them along in the car with them to Lund. While visiting his family’s former summer house, Borg is assailed by nightmares in which his failings are brought home to him.
Ingmar Bergman: ”…Then it struck me: supposing I make a film of someone coming along, perfectly realistically, and suddenly opening a door and walking into his childhood? And then opening another door and walking out into reality again? And then walking round the corner of the street and coming into some other period of his life, and everything still alive and going on as before? That was the real starting point of Wild Strawberries.”