Private: Bergman í Bíó Paradís í boði Sænska sendiráðsins!

Summer with Monika (Sommaren med Monika)

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama - Rómans
  • Leikstjóri: Ingmar Bergman
  • Handritshöfundur: Per Anders Fogelström, Ingmar Bergman
  • Ár: 1953
  • Lengd: 97 mín
  • Land: Svíþjóð
  • Frumsýnd: 30. Ágúst 2018
  • Tungumál: Sænska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Harriet Andersson, Lars Ekborg, Dagmar Ebbesen, Åke Fridell

Opnunarmynd Bergman í Bíó Paradís!
Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, setur dagskrána fimmtudaginn 30. ágúst kl 19:00 með ávarpi

Sólargeislar verma unga elskendur í sænska skerjagarðinum í myndinni Sumarið með Moniku (Sommaren med Monika). Þetta er trúlega ein aðgengilegasta mynd leikstjórans Ingmar Bergman. Hún er frá árinu 1953, byggð á bók eftir Per Anders Fogelström og hefur fallið í skuggann af meistaraverkum sem hann gerði síðar á ævinni. Sumarið með Moniku fjallar á óvenju opinskáan og raunsæjan hátt um ástarsamband unglinganna Moniku og Harry, sem leikin eru af Harriet Andersson og Lars Ekborg. Mörg höfundareinkenni Bergmans eru þegar greinileg og gullfalleg myndatakan er í höndum Gunnars Fischer.

Í tilefni af hundrað ára afmæli Ingmar Bergmans býður Sænska sendiráðið í samstarfi við Bíó Paradís upp á sérstaka dagskrá til heiðurs leikstjóranum frá  fimmtudeginum 30. ágúst til sunnudagsins 9. september. Sýndar verða fjórar valdar bíómyndir eftir meistara Bergman, boðið verður upp á pallborðsumræður í tengslum við myndirnar og sérstaka gesti. Einnig verður sett upp sýning í anddyri Bíó Paradísar með æviágripi Bergmans í máli og myndum ásamt vídeósýningu með 32 sjaldgæfum myndbrotum sem veita innsýn í líf og störf listamannsins. Á opnunardegi dagskránnar verður fluttur sérstakur listagjörningur til að heiðra bæði líf og dauða. Frítt er inn á alla viðburði BERGMAN Í BÍÓ PARADÍS og allir eru hjartanlega velkomnir. 

Nánara yfirlit um dagskrá og viðburði má finna hér: www.bioparadis.is/vidburdir/bergman-i-bio-paradis/

English

A pair of teenagers meet one summer day, start a reckless affair and abandon their families to be with one another.

Harry is a young errand boy in a crockery warehouse. When by chance he meets Monika, a wild erotic girl working in a neighbouring grocer’s shop, he is immediately infatuated. Monika has a quarrel with her father and decides to “borrow” a motor boat for a holiday with Harry in the archipelago outside Stockholm. Towards the end of an indyllic period on a remote island, Monika announces that she is pregnant. Harry agrees to do the proper thing and marry her. They move into a shabby flat, and Monika is soon disgruntled with the unglamorous tasks of motherhood. Harry returns from a business trip to find that she has been sleeping with another man in his absence. There is a row, and Monika flounces out of the flat. Harry is left alone with the baby, not knowing what the future may bring.

“Summer with Monika is the most original film of the most original of directors.” Jean-Luc Godard, director