Private: Icelandic Cool Cuts // Íslenskar Bíóperlur

Cold Fever (Á köldum klaka)

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Grín/Comedy, Drama
  • Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson
  • Handritshöfundur: Friðrik Þór Friðriksson | Jim Stark
  • Ár: 1995
  • Lengd: 83 mín
  • Land: Ísland
  • Tungumál: Íslenska, Enska, Japanska, Þýska // English, Icelandic, Japanese, German - English subtitles
  • Aðalhlutverk: Gísli Halldórsson, Masatoshi Nagase, Lili Taylor, Fisher Stevens, Laura Hughes, Magnús Ólafsson

Sýnd með enskum texta allt sumarið 2019! 

Stórskemmtileg vegamynd frá leikstjóranum Friðrik Þór um ungan japanskan mann sem tekst á við íslenska veðráttu, sjálfsánægðan leigubílstjóra, bandaríska túrista og íslenska sviðahausa. Myndin lýsir á gamansaman hátt reynslu útlendinga af landi og þjóð og spurningin “How do you like Iceland?” kemur ósjaldan fyrir.

Friðrik Þór tekur hér höndum saman við framleiðandann Jim Stark (Down By Law, Mystery Train) og leggur upp í ferð um þjóðvegi Íslands ásamt japanska popparanum Masatoshi Nagase. Nagase leikur ungan mann sem ferðast um Ísland í Citröen-bifreið til að halda minningarathöfn um foreldra sína sem létust á ferðalagi um Ísland. Ungi maðurinn þarf að takast á við íslenska veðráttu og á vegi hans verða mörg furðuleg fyrirbæri, bæði bandarískir túristar og íslenskir sviðhausar. Sjálfsánægður leigubílstjóri þarf skyndilega að bregða sér á söngæfingu, útvarpið bilar (og spilar aðeins íslenska popptónlist) og bandarískir sveitasiðir skjóta upp kollinum á vetrarhátíð hjá Hallbirni Hjartarsyni.

English

Screened with English subtitles all summer long in 2019!

A young Tokyo executive, is looking forward to his yearly holiday playing golf in Hawaii. His plans change suddenly when his grandfather convinces him that he should perform a memorial service for his parents at the spot where they died: a remote river in Iceland. Hilarious road-trip movie from director Fridrik Thor Fridriksson.