Topper er bjartsýnn ungur strákur með stórbrotið ímyndunarafl. Hann er ástfanginn af Cillu, sem finnst lítið til hans koma. Hann finnur blýant og teiknar nashyrning sem lifnar við, og þá breytist allt!
Myndin var tilnefnd sem besta barnamyndin og til áhorfendaverðlauna sem besta gamanmyndin á dönsku Robert verðlaununum sem og að hún vann sem besta teiknimyndin á Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni í Chicago 2014. Dönsk teiknimynd af bestu gerð eftir skáldsögu Ole Lund Kierkegaard, sýnd með íslenskum texta.
Myndin er sýnd í samstarfi við Danska sendiráðið á Íslandi.