Opnunarmynd Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík 2022 er hin stórskemmtilega hrekkjavökumynd Horfin á Hrekkjavöku!
Myndin fjallar um vinina Ásgeir og Ester sem klæða sig upp í búninga á Hrekkjavöku, en þegar litlu systur Ásgeirs er rænt þá þurfa þau að hafa hendur í hári ræningjanna! Stórskemmtileg ævintýramynd á Hrekkjavöku, en leikarar munu lesa fyrir allar persónur með lifandi flutningi á staðnum- sumsé LIFANDI TALSETNING Á ÍSLENSKU!
Þetta er í fyrsta sinn sem lifandi talsetningarflutningur á íslensku fer fram í Bíó Paradís.
Leikarar eru Stefán Benedikt Vilhelmsson, Þórdís Björk Þorfinnssdóttir og Sigga Eyrún Friðriksdóttir.