Nemendur í 5. til 7. bekk á Patreksfirði, Seyðisfirði og Reykjavík lærðu heimildamyndagerð í haust og unnu myndir um sitt nærumhverfi. Nú verður úrval mynda af þessum námskeiðum sýnt við hátíðlegt tilefni á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Bíó Paradís!
Skjaldbakan er fræðslu- og barnastarf Skjaldborgar—hátíðar íslenskra heimildamynda. Markmið verkefnisins er annars vegar að gefa börnum rödd og farveg fyrir sköpun og hins vegar gefur verkefnið þeim færi á að tengjast börnum í öðrum landshlutum í gegnum sína sköpun.
Boðið verður upp á örnnámskeið í heimildamyndagerð á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2022 og er skráning hafin hér: