Fréttir

Evrópsku myndir ársins eru sýndar í Bíó Paradís!

06/11/2024

Nú þegar tilnefningar til Evrópsku Kvikmyndaverðlaunanna hafa verið kunngjörðar viljum við vekja bíóþyrsta kvikmyndaunnendur athygli á því að fjöldi kvikmyndanna eru nú þegar í sýningum í Bíó Paradís eða væntanlegar í sýningar á nýju ári!

Verðlaunaafhending Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fara fram þann 7. desember næstkomandi, en Bíó Paradís fagnar Evrópskum Kvikmyndamánuði með fjölda kvikmyndasýninga.

Í sýningum:

THE SUBSTANCE

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Cannes 2024 þar sem hún hlaut verðlaun fyrir besta handritið. The Substance er tilnefnd til sem besta mynd til Evrópsku Kvikmyndaverðlaunanna og Coralie Fargeat sem besti leikstjóri ársins.

THE GIRL WITH THE NEEDLE / STÚLKAN MEÐ NÁLINA

Stúlkan með nálina er framlag Danmerkur til Óskarsverðlaunanna og er tilnefnd til þrennra verðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, Trine Dyrholm og Vic Carmen Sonne fyrir bestu leikkonu og Magnus Von Horn fyrir besta handritið.

KISI / FLOW

Flow/Kisi hlaut dómnefndar- og áhorfendaverðlaunin á Annecy kvikmyndahátíðinni 2024. Myndin er tilnefnd sem besta mynd og besta teiknimynd til Evrópsku Kvikmyndaverðlaunanna 2024.

Væntanlegar í Bíó Paradís ….

THE ROOM NEXT DOOR

The Room Next Door er tilnefnd sem besta myndin til Evrópsku Kvikmyndaverðlaunanna 2024, auk þess sem Tilda Swinton er tilnefnd sem besta leikkona ársins og Pedro Almodóvar sem besti leikstjóri ársins.

BIRD

Andrea Arnold er tilnefnd sem besti leikstjórinn til Evrópsku Kvikmyndaverðlaunanna 2024 og Frank Rogowski sem besti leikari fyrir kvikmyndina Bird.

ARMAND

Armand er framlag Noregs til Óskarsverðlaunanna. Renate Rensvei er tilnefnd sem besta leikkonan og myndin er tilnefnd sem besta frumraun leikstjóra til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2024.

THE SEED OF THE SACRED FIG

The Seed of the Sacred Fig er tilnefnd sem besta myndin til Evrópsku Kvikmyndaverðlaunanna 2024 og Mohammad Rasoulof fyrir bestu leikstjórn.

DYING

Sterben/ Dying keppti um Berlínarbjörnin á kvikmyndahátíðinni Berlinale þar sem hún hlaut silfurbjörninn fyrir besta handritið. Lars Eidinger er tilnefndur til Evrópsku Kvikmyndaverðlaunanna 2024 sem besti leikari ársins.

Skoða fleiri fréttir