Fréttir

Birds of Passage – Nýtt á VOD-inu!

06/05/2020

Ógnvekjandi ferðalag um undirheima Kólumbíu þar sem gamlar hefðir og nútímagræðgi takast á!

Grasræktun í Kólumbíu á áttunda áratugnum eykst samhliða blómstrandi hippamenningu Bandaríkjamanna. Fleiri bændur snúa sér að þessari glæpsamlegu iðkun og Wayuu frumbyggjafjölskyldan í miðri Guajira eyðimörkinni er þar í fararbroddi. Þegar græðgi, ástríða og stolt blandast saman brýst út stríð í fjölskyldunni sem endar með bróðurmorði og ógnar tilvist fjölskyldunnar og hefðum hennar.

Myndinni er leikstýrt af Cristina Gallego og Ciro Guerra sem unnu síðast saman að Embrace of the Serpent sem vakti mikla athygli víða um heim. Birds of Passage hefur verið tilnefnd og unnið til ótal verðlauna um allan heim.

Hægt er að leigja BIRDS OF PASSAGE (PÁJAROS DE VERANO) á VOD leigu Símans og Vodafone með íslenskum texta!

Skoða fleiri fréttir