Á hátíðinni Fashion Film Festival eru sýndar tískumiðaðar heimildamyndir. Haldnir verða viðburðir með sýningum og með því stefnt að því að auðga fagsamhengi tísku hérlendis sem og að gefa nemendum í faginu tækifæri til að koma sér á framfæri og hitta aðra innan fagsins.
Markmið hátíðarinnar er að stefna saman fagsamhengi og áhugafólki, skoða áhrifamikla listamenn tískunnar og minna á mikilvægt samtal um umhverfisáhrifin sem iðnaðurinn hefur á heiminn.
MIÐAVERÐ
-Stakur miði (pr.sýningu): 1600 kr
-Hátíðarpassi (4 myndir): 5200 kr
-Afsláttarverð fyrir nemendur og fagaðila (afsláttarkóða er hægt að óska eftir með því að senda póst á alfrunp@gmail.com)
MIÐASALA: https://tix.is/is/bioparadis/buyingflow/tickets/7130/
Nánari upplýsingar um dagskránna má finna hér
Facebooksíða Fashion Film Festival
WE MARGIELA
HVENÆR: 20. NÓVEMBER
KLUKKAN: 20.00
FYRIR SÝNINGU MUNU NEMENDUR Á ÖÐRU ÁRI FATAHÖNNUNARDEILDAR LISTAHÁSKÓLANS SÝNA AFURÐIR „MISBRIGÐA”,
UNNIÐ Í SAMSTARFI VIÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS
We Margiela skoðar óþekkta sögu tískuhússins Maison Martin Margiela. Í samtölum við meðstofnanda þess og skapandi teymi tískuhússins er veitt náin innsýn í einstakt ferli og hugsjón tískuhússins, nokkuð sem ekki hefur fengist gert áður.
Sýnishorn: https://vimeo.com/235716353
THE TRUE COST
HVENÆR: 21. NÓVEMBER
KLUKKAN: 20.00
AÐ SÝNINGU LOKINNI VERÐA UMRÆÐUR Í SALNUM. UMRÆÐUM STÝRIR FATAHÖNNUÐURINN RAGNA FRÓÐA. AÐRIR ÞÁTTTAKENDUR VERÐA TILKYNNTIR SÍÐAR.
Hvaðan koma fötin þín? Hvert fara þau þegar þú ert komin með nóg af þeim? Og hvernig stendur á því að þú getur keypt þér buxur á 5000 kall?
The True Cost er með mikilvægari heimildamyndum samtímans en hún varpar hulunni af myrkri hlið fataiðnaðarins með myndefni frá ýmsum heimshornum og úr mismunandi hornum iðnaðarins.
Sýnishorn: https://vimeo.com/125952936
ADVANCED STYLE
HVENÆR: 22. NÓVEMBER
KLUKKAN: 20.00
Advanced Style er heimildamynd sem fylgir eftir sjö konum búsettum í New York. Það sem þessar konur eiga sameiginlegt er að vera allar eldri en 60 ára og er einstökum stíl og lífi hverrar konu gefið pláss.
Sýnishorn: https://vimeo.com/158235028
McQUEEN
HVENÆR: 24. NÓVEMBER
KLUKKAN: 20.00
Hér ber að líta nýja hlið fatahönnuðarins Alexander McQueen. Við fáum að sjá persónulegar upptökur sem hafa ekki litið dagsins ljós áður og fáum nána innsýn í drauma hans, hræðslur og langanir. Áhorfendur fá að fylgja honum eftir og upplifa einstakan listamann sem lést fyrir eigin hendi langt um aldur fram.
Sýnishorn: https://vimeo.com/267812877
Skoða fleiri fréttir