Fréttir

Glæsilegt haustdagskrá Bíó Paradísar kynnt!

17/09/2020

Bíó Paradís kynnir stórglæsilega haustdagskrá hlaðna alþjóðlegum verðlaunakvikmyndum og stórkostlegum kvikmyndaviðburðum ásamt frumsýningum á íslenskum heimildamyndum.

Okkar vinsælu Föstudagspartísýningar verða að sjálfsögðu á sínum stað og hefja göngu sína á ný 25. september og Svartir Sunnudagar snúa aftur þann 27. september. Breska Þjóðleikhúsið býður uppá fjórar hágæðaleiksýningar beint af fjölunum í London og við munum taka jólaundirbúninginn af krafti með Jólafjölskyldubíó og Jólapartísýningum sem hefjast í nóvember!

Kynntu þér dagskrána nánar hér

Skoða fleiri fréttir