Fréttir

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2020 í bíó og á netinu!

20/10/2020

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt þann 27. október 2020. Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti árið 2002 á hálfrar aldar afmæli Norðurlandaráðs, en síðan kvikmyndaverðlaunin festust í sessi árið 2005 hafa þau verið veitt árlega um leið og önnur verðlaun ráðsins. Afhending verður með öðru sniði í ár en þau verða veitt í gegnum sérstaka sjónvarpsútsendingu á RÚV.

Í tengslum við kvikmyndaverðlaunin stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film & TV Fond) fyrir sýningum á tilnefndum myndum í samstarfi við kvikmyndahús á Norðurlöndunum. Af því tilefni mun Bíó Paradís sýna allar fimm tilnefndu kvikmyndirnar og bjóða upp á Norræna kvikmyndaveislu dagana 22. – 26. október 2020 bæði í bíó og á netinu! Hver mynd verður aðeins sýnd einu sinni í Bíó Paradís en allar tilnefndu myndirnar verða aðgengilegar á netinu HÉR frá og með 22. október til miðnættis 26. október.

Ekki missa af norrænni kvikmyndveislu í Bíó Paradís og á netinu!

Nánari upplýsingar um myndirnar og sýningartíma má finna hér: https://bioparadis.is/vidburdir/kvikmyndaverdlaun-nordurlandarads-2020/

 

English

Five Nordic films in feature length have been selected and nominated for the coveted award, Nordic Council Film Prize 2020. All five nominated films will be shown in Bíó Paradís and online on October 22nd-26th in a special Nordic Film Feast program in cooperation with Nordisk Film & TV Fond.

Each film will only be shown once at the cinema. The five films will also be accessible online HERE from Oct. 22nd and until midnight on Oct.26th.

Don’t miss out on a nordic film feast in Bíó Paradís and online!

Further information on the films and screening times here: https://bioparadis.is/vidburdir/kvikmyndaverdlaun-nordurlandarads-2020/

Skoða fleiri fréttir