NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Fréttir

Mömmubíó í Bíó Paradís!

22/01/2018

Nú er komið að þessu! Við ætlum að bjóða upp á mömmubíó (og ef þú ert pabbi í fæðingarorlofi þá ertu velkominn líka!) Ljósin verða hálf-slökkt svo að það verður huggulegt andrúmsloft fyrir börn og mömmur (og/eða pabba)! 

SVANURINN – LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR SALUR 2 KL 14:00 

Svanurinn segir frá afvegaleiddri níu ára stúlku sem er send í sveit um sumar til að vinna og þroskast, en verður í staðinn lykilþátttakandi í atburðarás sem hún skilur varla sjálf.

Myndin hefur farið sigurför á Alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto haustið 2017, var valin besta kvikmyndin á Kvikmyndahátíðinni í Kaíró auk þess sem Ása Helga vann verðlaun fyrir leikstjórn á Kolkata International Film Festival á Indlandi.

Miðasala hér: 

THE FLORIDA PROJECT – LAUGARDAGUR 3. MARS SALUR 1 KL 14:00

Hin sex ára gamla Moonee elst upp í skugga Disney World ásamt uppreisnargjarnri og ástríkri móður sinni. Uppvaxtarsaga sem fær hjartað til að slá í leikstjórn Sean Baker sem hefur slegið í gegn með einstakri kvikmyndagerð á síðustu misserum með þeim Brooklynn Prince, Bria Vinaite, Willem Dafoe í aðalhlutverkum.

Myndin hefur hlotið fjölda Alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna en var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2017. Miðasala hér: 

CALL ME BY YOUR NAME – LAUGARDAGUR 3. MARS SALUR 2 KL 14:00 

Árið er 1983 í norður Ítalíu. Hinn sautján ára gamli Elio hefur samband við aðstoðarmann föður síns, en þeir mynda náin kynferðisleg tengsl í stórbrotnu ítölsku landslagi, auk þess að vera báðir gyðingar.

Myndin var tilnefnd til þriggja Golden Globe verðlauna 2018 og hefur hlotið fjölda alþjóðlegra kvikmyndahátíðaverðlauna. Miðasala hér: 

Skoða fleiri fréttir