Fréttir

Myndirnar sem hlutu Golden Globe – sýningar í Bíó Paradís!

06/01/2020

VIÐ SÝNUM STÓRGLÆSILEGT ÚRVAL KVIKMYNDA SEM HLUTU GOLDEN GLOBE VERÐLAUNIN SÍÐASTLIÐNA NÓTT OG VILJUM MINNA Á!

 

JUDY

RENÉE ZELLWEGER hlaut Gullhnöttinn (Golden Globe verðlaunin) fyrir besta leik í aðalhlutverki!

Sýnd með íslenskum texta. Renée Zellweger fer á kostum í túlkun sinni á Judy Garland – mynd sem þú vilt ekki missa af!

Sýningartímar hér

 

PARASITE

Kvikmyndin sem allir eru að tala um!

Aðsóknamesta kóreska kvikmyndin í langan tíma í vestrænum heimi! Sýnd á víxl með íslenskum og enskum texta! 

Myndin hlaut Gullhnöttinn (Golden Globe verðlaunin) sem besta erlenda kvikmyndin! Sýningartímar hér

 

 

THE FAREWELL

Awkwafina hlaut Gullhnöttinn (Golden Globe verðlaunin) fyrir besta leik í aðalhlutverki!

Stórkostleg ljúfsár dramatísk gamanmynd með Awkwafina (Crazy Rich Asians) í aðalhlutverki en hún hlaut verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki og er fyrsta asíska leikkonan til að hljóta þann heiður.

Kínversk fjölskylda uppgvötar að amman er dauðvona en ákveður í sameiningu að halda henni í myrkrinu. Stórkostleg kvikmynd sem sló í gegn á Sundance kvikmyndahátíðinni 2019! Sýningartímar hér

MARRIAGE STORY

Laura Dern hlaut Gullhnöttinn (Golden Globe verðlaunin) fyrir besta leik í aukahlutverki!

Nýjasta kvikmynd Noah Baumbach fjallar á ljúfsáran hátt um skilnað en myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og skartar þeim Adam Driver og Scarlett Johansson í aðalhlutverkum. Sýnd með íslenskum texta! Sýningartímar hér

Skoða fleiri fréttir