Við blásum til heljarinnar THE ROOM aðdáendaveislu ásamt Íslandsvininum Greg Sestero, hann lék Mark í einu af aðalhlutverkunum bandarísku költ-myndarinnar The Room, en Greg mætir nú í þriðja sinn í Bíó Paradís sem sérstakur heiðursgestur aðdáendaveislunnar föstudaginn 18. og laugardaginn 19. janúar 2019.
Laugardagurinn mun alfarið snúast um The Room, þar sem við hefjum leika með Pub Quiz tilvitnunarkeppni ásamt því að blásið verður til búningakeppni og hægt verður að taka upp stuttar senur úr myndinni í galleríi Bíó Paradísar, en veitt verða verðlaun seinna um kvöldið fyrir bestu búningana og senurnar. Við sýnum heimildarmyndina A Night Inside The Room og í beinu framhaldi mun Greg vera með upplestur úr upprunalegu handriti The Room með þátttöku áhorfenda. Hápunktur kvöldsins sem allir hafa að sjálfsögðu beðið eftir verður einstök partí-þátttökusýning á The Room þar sem plastskeiðar og háfleygar setningar munu fljúga um salinn í sönnum anda myndarinnar.
Laugardaginn 19/1 kl.20:00 sýnum við heimildarmyndina A Night Inside The Room + í beinu framhaldi verður Greg Sestero með handritsuppslestur upp úr upprunlega handriti The Room!
English
This multimedia event features a new, behind-the-scenes documentary about the making of The Room, based on his bestselling book The Disaster Artist: My Life inside The Room, The Greatest Bad Movie Ever Made, and a reading from The Room’s original script with audience participation!
Saturday 19/1 at 20:00 screening of the documentary A Night Inside The Room + directly followed by a LIVE script reading with Greg Sestero from the original script of The Room with audience participation!