Private: The Room FANFEST með Greg Sestero viðstöddum 18.-19. janúar 2019

The Room PARTÍþátttökusýning – FANFEST 2019

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Gaman- Drama
  • Leikstjóri: Tommy Wiseau
  • Ár: 2003
  • Lengd: 99 mín
  • Land: Bandaríkin
  • Frumsýnd: 19. Janúar 2019
  • Tungumál: Enska / English - No subtitles
  • Aðalhlutverk: Tommy Wiseau, Juliette Danielle, Greg Sestero

Við blásum til heljarinnar THE ROOM aðdáendaveislu ásamt Íslandsvininum Greg Sestero, hann lék Mark í einu af aðalhlutverkunum bandarísku költ-myndarinnar The Room, en Greg mætir nú í þriðja sinn í Bíó Paradís sem sérstakur heiðursgestur aðdáendaveislunnar föstudaginn 18. og laugardaginn 19. janúar 2019.

Laugardagurinn mun alfarið snúast um The Room, þar sem við hefjum leika með Pub Quiz tilvitnunarkeppni ásamt því að blásið verður til búningakeppni og hægt verður að taka upp stuttar senur úr myndinni í galleríi Bíó Paradísar, en veitt verða verðlaun seinna um kvöldið fyrir bestu búningana og senurnar. Við sýnum heimildarmyndina A Night Inside The Room og í beinu framhaldi mun Greg vera með upplestur úr upprunalegu handriti The Room með þátttöku áhorfenda. Hápunktur kvöldsins sem allir hafa að sjálfsögðu beðið eftir verður einstök partí-þátttökusýning á The Room þar sem plastskeiðar og háfleygar setningar munu fljúga um salinn í sönnum anda myndarinnar.

The Room er þekkt fyrir að vera ein versta mynd sem gerð hefur verið. Hún kom út árið 2003 og var sýnd við einstaklega dræmar viðtökur í Los Angeles (flestir gestir vildu fá endurgreitt áður en hálftími var liðinn) þar sem ungir kvikmyndaáhugamenn rákust á hana og sáu húmorinn í hörmungunum. Þar draga áhorfendur hana sundur og saman í háði á sama tíma og þeir undra sig á því hvernig hægt er að gera svona góða vonda mynd.

Við bjóðum upp á sannkallaða PARTÍþátttökusýningu laugardaginn 19/1 kl.22:00 í Bíó Paradís! Við lofum truflaðri skemmtun, það verða fullt af plastskeiðum á staðnum – og truflað andrúmsloft! 

English

Johnny is a successful banker who lives happily in a San Francisco townhouse with his fiancée, Lisa. One day, inexplicably, she gets bored of him and decides to seduce Johnny’s best friend, Mark. From there, nothing will be the same again.

Come join us, throw a couple of plastic spoons, on a true Party-Participation Screening Satursday Jan.19th at 22:00