Við blásum til heljarinnar THE ROOM aðdáendaveislu ásamt Íslandsvininum Greg Sestero, hann lék Mark í einu af aðalhlutverkunum bandarísku költ-myndarinnar The Room, en Greg mætir nú í þriðja sinn í Bíó Paradís sem sérstakur heiðursgestur aðdáendaveislunnar föstudaginn 18. og laugardaginn 19. janúar 2019.
Á föstudeginum mun Greg frumsýna nýjustu mynd sína Best F(r)iends: Volume II sem hann lék í ásamt Tommy Wiseau, en þetta er beint framhald Best F(r)iends: Volume I sem einnig verður sýnd á undan til að hita upp fyrir lokakaflann í þessum einstaka kvikmyndabálk sem vinirnir Greg og Tommy hafa skapað um vinskap sem fer út af sporinu vegna græðgi, haturs og afbrýðisemi. Greg mun kynna báðar myndir fyrir sýningar ásamt því að taka þátt í spurt & svarað eftir frumsýninguna á Volume II. Á milli mynda verður stutt matarpása þar sem seldar verða pizzur fyrir hungraðar sálir.
Best F(r)iends: Volume 2 verður Íslandsfrumsýnd föstudaginn 18/1 kl.20:30!
English