Private: Svartir Sunnudagar 2019-2020

Drag Me to Hell – Svartir Sunnudagar

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Hryllingur/Horror
  • Leikstjóri: Sam Raimi
  • Ár: 2009
  • Lengd: 99 mín
  • Land: Bandaríkin
  • Frumsýnd: 27. Október 2019

Ekki missa af hrollvekjandi bíóupplifun af DRAG ME TO HELL sem upphitun fyrir Hrekkjavökuna á nostalgískum Svörtum Sunnudegi 27. október kl.20:00 í Bíó Paradís!

Segir myndin frá hinni ungu Christine Brown (Alison Lohman), sem er á hraðri uppleið í bankanum sínum. Hún vinnur sem lánafulltrúi og á von á stöðuhækkun í bráð. Lífið er gott þar til gömul kona, frú Ganush (Lorna River) kemur í bankann og biður um lán. Til að skemma ekki möguleika sína á stöðuhækkun hafnar Christine lánabeiðninni, en það veldur því að Ganush missir heimili sitt. Í hefndarskyni leggur hin dularfulla, gamla kona á hana Lamia-bölvunina. Christine hefur litla trú á áhrifagildi bölvunarinnar í fyrstu, en fljótlega snýst líf hennar upp í helvíti á jörðu. Hún er hundelt af illum anda og leitar aðstoðar miðils til að forðast eilíft líf í helvíti. En hversu langt mun hún þurfa að ganga til að losna undan bölvuninni?

English

Don’t miss out on a horrific cinematic experience of DRAG ME TO HELL as a warm-up to Halloween on a nostalgic Black Sunday October 27th @8pm in Bíó Paradís!

After denying a woman the extension she needs to keep her home, loan officer Christine Brown sees her once-promising life take a startling turn for the worse. Christine is convinced she’s been cursed by a Gypsy, but her boyfriend is skeptical. Her only hope seems to lie in a psychic who claims he can help her lift the curse and keep her soul from being dragged straight to hell.