Kvikmynd um óvenjulegt og sérstakt vinasamband músarinnar Celestínu og bjarnarins Ernest. Myndin er unnin úr vatnslita hreyfimyndum og hefur ferðast á margar af helstu kvikmyndahátíðum heims en hún er byggð á barnabókaseríu eftir teiknarann og höfundinn Gabrielle Vincent.
Kvikmyndin er talsett á íslensku og er fyrir alla aldurshópa.
Myndin er sýnd á skólasýningum Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík sem haldin er 30. mars – 09. apríl 2017. Sjá nánar um skólasýningar hér: Myndin er talsett á íslensku!