Í þessari skemmtilegu og hugmyndaríku mynd er sköpunarsögunni snúið við. Guð er til og býr í Brussel; hann er giftur vitgrannri gyðju og á dóttur sem er staðráðin í að koma hlutunum í lag og bjarga heiminum. Hún fer að heiman til að finna sex postula sem allir hafa eitt sérkenni. Einn þeirra er glæsileg ung kona með gervihandlegg og annar þeirra er ungur drengur sem á í baráttu við erfiðan sjúkdóm – en allt fer vel á endanum. Myndin var sýnd á Directors’ Fortnight á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2015 og vakti mikla athygli fyrir einstæða kvikmyndatöku og skemmtilegt handrit. Myndin er að hluta tekin á Íslandi en stílbrögðin minna á myndir Wes Anderson og Jean-Pierre Jeunet sem gerði myndina um Amélie.
Sýnd kl. 10:00 – 12, apríl, 26. apríl Sýnd kl. 13:00 – 21. janúar, 19. apríl