Private: KVIKMYNDAFRÆÐSLA – VORÖNN 2016

MOONRISE KINGDOM

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Tegund: Ævintýri/Adventure, Drama, Grín/Comedy
  • Leikstjóri: Wes Anderson
  • Ár: 2012
  • Lengd: 94 mín
  • Land: Bandaríkin
  • Aðalhlutverk: Jared Gilman, Kara Hayward, Bruce Willis.

Myndin gerist á lítilli eyju árið 1965 þar sem búa örfáar hræður og fjallar um 12 ára strák og stelpu sem verða ástfangin. Þau gera með sér leynilegt samkomulag um að flýja saman út í óbyggðirnar. Á meðan hin ýmsu yfirvöld og stofnanir leita þeirra sækir skuggalegur stormur í sig veðrið – og á endanum er hið sallarólega samfélag litlu eyjunnar komið á annan endann.
Anderson hefur mjög sérstakan stíl sem einkennir verk hans. Föt og hárgreiðslur eru áberandi, áhersla er lögð á leikmuni og atriðin eru mjög stílfærð. Myndir hans einkennast af löngum skotum, mjög sterkum litum, íburðarmiklum búningum og sviðsmynd. Hann notar einnig tölvuhönnuð atriði og svokölluð fuglaskot sem er ofanskot úr mikilli hæð. Öll þessi atriði verða tekin fyrir og skoðuð í þessari skemmtilegu mynd.

Sýnd kl. 10:00 – 21. janúar, 29. mars Sýnd kl. 13:00 – 19. janúar, 16. febrúar