Hjörð er sprenghlægileg og kaldhæðin gamanmynd, um lífið á bak við myndavélina. Oftar en ekki er mesta dramatíkin afstaðin áður en kvikmynd eða sjónvarpssería ratar á skjáinn. Kvikmyndagerðarmenn, þessir miklu draumóramenn sem lifa oft í litlu sambandi við raunveruleikann, hætta jafnvel allri tilveru sinni fyrir drauminn um að skapa ódauðleg meistaraverk.
Þessi saga gæti verið sögð á mörgum ólíkum tungumálum, í mörgum ólíkum löndum og jafnvel á mörgum ólíkum tímabilum. Leiðin að rauða dreglinum er oft þyrnum stráð, full af málamiðlunum, ágreiningi og jafnvel stöku samningum við djöfulinn þegar mest á reynir. Það má því segja að Hjörð byggi á sannri frásögn af svipuðu verkefni sem er í gangi einhversstaðar í heiminum á hverju augnabliki og mun verða svo lengi sem listamenn og stjórnvöld byggja þessa jörð.
Hjörð er frumraun leikstjórans, Nikola Kojo, en myndin er prýdd helstu stjörnum hvíta tjaldsins í heimalandinu. Myndin var valin Mynd ársins árið 2016 af Kvikmyndamiðstöð Serbíu eftir að hafa náð til yfir 200.000 áhorfenda á innan við 2 mánuðum.
Frá leikstjóranum:
Ég gleðst yfir að fólk gerir sér grein fyrir raunverulegu virði þessarar kvikmyndar og ástríðu leikstjórans að endurspegla samtímann. Ég er sérstaklega þakklátur fyrir fólkið sem trúði á teymið og þessa kvikmynd og alla þá sem aðstoðuðu við að koma henni í myrkur bíósalana. Í landi þar sem börnin okkar eru meðhöndluð með smáskilaboðum eru næstum 200.000 áhorfendur mikill fjöldi, jafnvel á samfélagsmiðlum.
English
“Herd” is a hilarious satirical comedy about life behind the camera. More often than not, a greater drama precedes a film or TV drama we see on the screen. Filmmakers, those hopeless enthusiasts who ignore the reality of life, risk their very existence in their desire to create a great work of art.
This story can be told in many different languages and in many different countries, even in many different time periods. The road to the red carpet is not all roses, it is filled with compromise, struggle, even a pact with the devil, if necessary. It is safe to say that Herd is based on a true story about a similar project, somewhere going on this very moment, and it will go on as long as there are artists and governments in this world.
Words from the director:
“I’m glad that people recognize the true value of this film and the desire to truly reflect the time in which we live at this moment. I’m especially happy for the people who believed in this team and in this movie and that helped it to get to that cinema darkness. In a country where children are treated with SMS messages, almost 200.000 views is a large number even in the social network. ”
SERBIAN
„Стадо” је сатирична комедија о животу иза камере, о глумцима, редитељима и другим филмским радницима, неизлечивим ентузијастима, слепим за објективне околности, који стављају на коцку своју егзистенцију у жељи да направе велико уметничко дело. До сјаја и бљештавила црвеног тепиха на свечаној премијери не долази се путем посутим ружама, већ компромисима, борбом, па и пактом са ђаволом, ако је потребно.
Може се рећи да је „Стадо” засновано на истинитој причи и на причи која се у овом тренутку одвија око неког сличног филмског пројекта у Србији и одвијаће се док постоје филмски уметници. Ово је и прича која може да буде испричана на много језика и у много држава, па чак и у много различитих времена.
Речи режисера
“Драго ми је да људи препознају праву вредност овог филма и жељу да истински рефлектујемо време у којем живимо у овом тренутку. Посебно сам срећан због људи који верују у овај тим и овај филм а то је помогло да дођемо до пројекције у биоскопима.