Private: Danska nýbylgjan

Hinn seki // Den skyldige (Frumsýning/Premiere)

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Thriller
  • Leikstjóri: Gustav Möller
  • Handritshöfundur: Emil Nygaard Albertsen , Gustav Möller
  • Ár: 2018
  • Lengd: 85 mín
  • Land: Danmörk
  • Frumsýnd: 25. Október 2018
  • Tungumál: Danish & English with English subtitles
  • Aðalhlutverk: Jakob Cedergren, Jessica Dinnage, Omar Shargawi, Johan Olsen, Jacob Lohmann

Bíó Paradís, ásamt Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Norræna Húsinu og danska menningarmálaráðuneytinu efnir til málþings og kvikmyndasýninga dagana 25. – 27. október nk.

Opnunarmynd dagskránnar verður Hinn seki / Den Skyldige eftir Gustav Möller þann 25. október kl 20:00. Aðalleikari myndarinnar, Jacob Cedergren verður viðstaddur frumsýninguna.

Að lokinni frumsýningu, fer myndin Hinn seki / Den Skyldige í almennar sýningar í Bíó Paradís.

Danskur thriller einsog þeir gerast bestir! Lögreglumaðurinn Asger Holm er kominn í skrifstofudjobb við að svara símtölum í neyðarlínuna og er ekki sá þolinmóðasti í bransanum. Dag einn fær hann símtal frá konu sem hefur verið rænt og það reynir á taugar hins fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns þegar slóðin virðist teygja sig dýpra í glæp sem hann óraði ekki fyrir. Þessi spennutryllir mun halda þér á sætisbrúninni fram á síðustu mínútu!

HINN SEKI hlaut áhorfendaverðlaunin á bæði Sundance og Rotterdam, og hefur verið sýnd á sumum stærstu kvikmyndahátíðum heims við einróma lof gagnrýnenda.

English

Alarm dispatcher and former police officer, Asger Holm, answers an emergency call from a kidnapped woman. When the call is suddenly disconnected, the search for the woman and her kidnapper begins. With the phone as his only tool, Asger enters a race against time to save the endangered woman. But soon he realizes that he is dealing with a crime that is far bigger than he first thought.