Barnakvikmyndahátíð

Horfin á Hrekkjavöku

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 6 ára

  • Tegund: Ævintýri/Adventure, Grín/Comedy, Fjölskyldumynd/Family movie
  • Leikstjóri: Philip Th. Pedersen
  • Handritshöfundur: Pelle Møller
  • Ár: 2021
  • Lengd: 88 mín
  • Land: Danmörk
  • Frumsýnd: 29. Október 2022
  • Tungumál: Danska með LIFANDI TALSETNINGU Á ÍSLENSKU
  • Aðalhlutverk: Hannah Glem Zeuthen, Storm Exner Fjæstad, Katinka Evers-Jahnsen

Opnunarmynd Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík 2022 er hin stórskemmtilega hrekkjavökumynd Horfin á Hrekkjavöku!

Myndin fjallar um vinina Ásgeir og Ester sem klæða sig upp í búninga á Hrekkjavöku, en þegar litlu systur Ásgeirs er rænt þá þurfa þau að hafa hendur í hári ræningjanna! Stórskemmtileg ævintýramynd á Hrekkjavöku, en leikarar munu lesa fyrir allar persónur með lifandi flutningi á staðnum- sumsé LIFANDI TALSETNING Á ÍSLENSKU!

Þetta er í fyrsta sinn sem lifandi talsetningarflutningur á íslensku fer fram í Bíó Paradís.

Leikarar eru Stefán Benedikt Vilhelmsson, Þórdís Björk Þorfinnssdóttir og Sigga Eyrún Friðriksdóttir.

Aðrar myndir í sýningu