Private: Sequences

Hugsa minna – Skynja meira

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Leikstjóri: ILC
  • Ár: 2014
  • Lengd: 51
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 16. Apríl 2015

Hugsa minna – Skynja meira er gjörningakvikmynd sem tekin var upp í Listasafni Íslands í febrúar 2014.

Gjörningurinn Hugsa minna – Skynja meira var sýndur 12 sinnum í Listasafni Íslands í febrúar árið 2014. Aðeins 40 áhorfendur komust á hverja sýningu og þurftu gestir að mæta í svörtum fötum. Auk meðlima Gjörningaklúbbsins komu 17 listamenn úr 4 listgreinum fram í sýningunni sem tók um 45 mínútur í flutningi.

Gjörningurinn var kvikmyndaður og stendur nú sem merk heimild um þennan atburð.

Hugsa minna – Skynja meira er umfangsmikið verk á mörkum myndlistar og leiklistar sem sameinar óbeislaða óvissu gjörningalistar og dramatíska persónusköpun leikhússins. Í verkinu er lögð áhersla á skynræna upplifun, tjáningu tilfinninga, stjórn, stjórnleysi, þenslu og ofhlæði. Innri átök í sálarlífi fólks endurspeglast á stærri skala í samskiptum einstaklinga, þjóðfélagshópa og þjóða. Í gjörningnum birtist samspil ólíkra táknmynda sem virðast abstrakt við fyrstu sýn, en eru í raun kunnuglegar myndir úr umhverfi okkar og sameiginlegum menningararfi sem varpa ljósi á kerfi og ósýnilegar reglur samfélagsins.

Kvikmyndin er 51 mínútna löng og með enskum texta.

Gjörningaklúbburinn eru: Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir

www.ilc.is

English

Think Less – Feel More

Performance Film

Filmed at the National Gallery of Iceland in February 2014

Think Less – Feel More presents the multi – layered interplay of different symbols and myths, which might look abstract at first glance, but are in fact familiar images that we recognize from our collective culture. The work raises questions on power structures, control, chaos, abundance, activity and passivity, which emphasize the invisible rules and systems in our society. 21 performers, actors, musicians, dancers and an architect, took part in the show which lasted approximately 51 minutes and was performed twelve times at The National Gallery of Iceland. Only 40 guests were allowed each session and they were all required to wear black clothes.

The Icelandic Love Corporation:

Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir and Sigrún Hrólfsdóttir

www.ilc.is