Private: KVIKMYNDAFRÆÐSLA – VORÖNN 2016

NARNÍA

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Leikstjóri: Andrew Adamson
  • Ár: 2005
  • Lengd: 143 mín
  • Land: Bandaríkin
  • Aðalhlutverk: Tilda Swinton, Georgie Henley, William Moseley.

Myndin er byggð á barnabókinni frægu. Ljónið, nornin og skápurinn eftir breska rithöfundinn og guðfræðinginn Clive Staples Lewis, en hann skrifaði alls sjö sögur sem gerast í Narníulandi. Þar eru talandi og goðsagnarkennd dýr sem hafa lifað undir ógnarstjórn hvítu nornarinnar í hundrað ár. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar eru fjögur börn send frá London til að dvelja í húsi úti á landi. Þau finna dularfullan klæðaskáp sem er eins konar hlið á milli raunheimsins og Narníulandsins og komast að því að þau þurfa að uppfylla aldagamlan spádóm og bjarga íbúum Narníu.

Myndin hefur fengið fjölda verðlauna, þar á meðal Óskars- og BAFTAverðlaunin fyrir bestu förðun árið 2005 og vakti mikla athygli fyrir glæsilega sviðsmynd, tæknibrellur og búninga.

Sýnd kl. 10:00 – 19. janúar, 19. apríl Sýnd kl. 13:00 1. mars og 29. mars