Private: Þýskir kvikmyndagar // German Film Days – 2016

Phoenix

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Christian Petzold
  • Ár: 2014
  • Lengd: 98 mín
  • Land: Þýskaland
  • Tungumál: Þýska og Enska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Nina Hoss, Ronald Zehrfeld, Nina Kunzendorf

Hinn þekkti þýskir leikstjóri Christian Petzold (Barbara, Jerichow) teflir hér fram stórkostlegri kvikmynd, kyngimagnaðri ráðgátu sem lituð er af blekkingum, í þeim hræringum sem áttu  sér stað eftir síðari heimsstyrjöldina.

Nelly er þýskur gyðingur sem syngur á næturklúbbum og lifði fangabúðir nastista af, er með afskræmt andlit af völdum skotsára. Hún gengst undir stórbrotna lýtalækningaaðgerð, þar sem hún fær nýtt andlit, og verður það óþekkjanleg að eiginmaður hennar ber ekki kennsl á hana.

Hún teflir á tæpasta vað þar sem hún villir á sér heimildir og reynir jafnframt að komast að því hvort að eiginmaðurinn, maðurinn sem hún elskar sé í raun allur þar sem hann er séður – og hvort að hann hafi komið upp um hana við nasista. Skuggaleg eftirmál stríðsins lita söguna þar sem Nelly leitar svara, en um er að ræða eina eftirminnilegustu kvikmynd í þýskri kvikmyndagerð nútímans. Myndin hefur verið tilnefnd til fjölda Alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna og unnið á annan tug þeirra.

Myndin er sýnd á þýskum kvikmyndadögum sem haldnir eru í sjötta sinn dagana 11. – 20. mars 2016 í Bíó Paradís.

English

A spellbinding mystery of identity, illusion, and deception unfolds against the turmoil of post-World War II Germany in the stunning new film from acclaimed director Christian Petzold (Barbara, Jerichow). Nelly (Nina Hoss), a German-Jewish nightclub singer, has survived a concentration camp, but with her face disfigured by a bullet wound. After undergoing reconstructive surgery, Nelly emerges with a new face, one similar but different enough that her former husband, Johnny (Ronald Zehrfeld), doesn’t recognize her. Rather than reveal herself, Nelly walks into a dangerous game of duplicity and disguise as she tries to figure out if the man she loves may have been the one who betrayed her to the Nazis.

Evoking the shadows and haunted mood of post-war Berlin, Phoenix weaves a complex tale of a nation’s tragedy and a woman’s search for answers as it builds towards an unforgettable, heart-stopping climax.

The film is screened on the sixth edition of German Film Days in Bíó Paradís, March 11th – March 20th 2016.