Private: Þýskir kvikmyndagar // German Film Days – 2016

Victoria

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Glæpir/Crime, Thriller, Drama
  • Leikstjóri: Sebastian Schipper
  • Ár: 2015
  • Lengd: 138 mín
  • Land: Þýskaland
  • Tungumál: Þýska, enska, spænska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Laia Costa, Frederick Lau, Franz Rogowski

VICTORIA hefur verið kölluð „kvikmyndalegt afrek“ þar sem í gegnum fjölbreytta tökustaði og einstaka kvikmyndatöku kynnumst við Berlín líkt og aldrei fyrr á hvíta tjaldinu. Hin spænska Victoria er stödd á næturklúbbi í Berlín þegar hún hittir hún fjóra menn, þá Sonne, Boxer, Blinker og Fuss, sem bjóða henni með sér í kynnisferð um hina „raunverulegu“ Berlín. Þau rölta um borgina, ræna bjórum úr nærliggjandi sjoppu og koma sér fyrir uppi á húsþaki þar sem þau sitja að sumbli. Boxer reynist nýlega hafa sloppið úr fangelsi en á óuppgerðar skuldir við kóna sem hann komst í kast við þar. Áður en Victoria veit af er hún flækt í vef glæpa og á flótta undan lögreglunni. Æsispennandi mynd sem tekin er upp í einni samfelldri töku en þessi óvenjulega myndataka tryggði myndinni Silfurbjörnin fyrir sérstakt listfengi á Berlinale.

Sebastian Shipper er þýskur leikari og kvikmyndagerðarmaður fæddur 1968 í Hanover. Eftir að hann útskrifaðist sem leikari frá Otto Falkenbergskólanum í München 1995 lék hann hlutverk í fjölmörgum þýskum þáttum og kvikmyndum. Hann leikstýrði sinni fyrstu mynd, Absolute Giganten 1999 og hún hreppti önnur verðlaun í flokknum Besta kvikmynd á þýsku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaununum. Victoria er hans fjórða mynd í fullri lengd en hún hefur hlotið mikið lof og fékk verðlaun í sex flokkum á þýsku kvikmyndaverðlaununum meðal annars fyrir Bestu leikstjórn og sem Besta kvikmynd.

Myndin er hluti af Þýskum kvikmyndadögum sem haldnir eru í sjötta sinn í Bíó Paradís dagana 11. – 20. mars 2016.

English

VICTORIA has been referred to as a “cinematic achievement” where the use of multiple locations and unique cinematography we see Berlin as never before on the silver screen. Victoria, a Spanish student living in Berlin, is out clubbing when she meets four guys, Sonne, Boxer, Blinker and Fuss, that invite her on a tour of the “real” Berlin. They walk around the city, steal a few beers form a nearby corner store, and sneak onto the roof of an apartment building where they drink an chat. It turns out that Boxer has just recently been released from prison and still owes some money to a fellow inmate. Before she knows it, Victoria is entangled in a web of crime and is hunted by the police. A thrilling heist-movie shot in one single take which earned the film the Berlinale Silver Bear for Outstanding Artistic Contribution.

Sebastian Shipper is a German actor and filmmaker, born 1968 in Hanover. After he graduated as an actor from the Otto Falkenberg Shüle in München he played in many German films and TV-series. He directed his first film, ABSOLUTE GIGANTEN, in 1999 and received second prize in the Best Film category at The German Film Awards. VICTORIA, his forth feature film, has been praised all over the world and it received an award in six categories at The German Film Awards, including Best Film and Best Director.

The film is screened on German Film Days that take place March 11th – March 20th in Bíó Paradís 2016.