Private: Svartir Sunnudagar 2019-2020

The Breakfast Club – Svartir Sunnudagar

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Leikstjóri: John Hughes
  • Ár: 1985
  • Lengd: 97 mín
  • Land: Bandaríkin
  • Frumsýnd: 8. Desember 2019
  • Tungumál: Enska // English

Ekki missa af einstakri bíóupplifun af THE BREAKFAST CLUB á nostalgískum Svörtum Sunnudegi 8. desember kl.20:00 í Bíó Paradís!

Fyrir utan það að vera í sama bekk í Shermer miðskólanum í Shermer, Illinois, þá eiga þau Claire Standish, Andrew Clark, John Bender, Brian Johnson og Allison Reynolds fátt sameiginlegt, en einnig eru þarna þau Claire og Andrew, sem eiga engin samskipti við aðra nemendur. Claire er prinsessan og Andrew er íþróttagaurinn, John er glæpamaðurinn, Brian er heilinn, og Allison er skrýtna stelpan. En það eina sem sameinar þau núna er að þau þurfa að sitja eftir í níu klukkustundir í bókasafni skólans laugardaginn 24. mars, 1984, undir stjórn Hr. Vernon, sem stjórnar þeim frá skrifstofunni hinum megin við ganginn. Hvert þeirra á að skrifa ritgerð sem á að vera að lágmarki eitt þúsund orð um hver þau halda að þau séu. Í fyrstu, ef þau skrifa þá nokkuð, mætti ætla að þau skrifuðu um það hvernig heimurinn sæi þau, og hvað þau hafa verið heilaþvegin í að trúa um sjálf sig. En byggt á þeim ævintýrum sem þau lenda í þessa níu tíma, þá munu þau sjá sjálf sig í algjörlega nýju ljósi.

English

Five disparate high school students meet in Saturday detention, and discover they have a lot more in common than they thought.

Don’t miss out on a unique cinematic experience of THE BREAKFAST CLUB on a nostalgic Black Sunday December 8th @8pm in Bíó Paradís!