Icelandic Cool Cuts // Íslenskar Bíóperlur

Under the Tree (Undir trénu)

Sýningatímar

 • 26. Ágú
  • 20:00ENGLISH SUB
Kaupa miða

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 12 ára

 • Tegund: Drama, Grín/Comedy
 • Leikstjóri: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
 • Handritshöfundur: Huldar Breiðfjörð, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
 • Ár: 2017
 • Lengd: 89 mín
 • Land: Ísland
 • Tungumál: Íslenska / Icelandic - English subtitles
 • Aðalhlutverk: Steindi Jr., Sigurður Sigurjónsson, Edda Björgvinsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Selma Björnsdóttir

Sýnd með enskum texta allt sumarið 2019! 

Agnes (Lára Jóhanna Jónsdóttir) grípur Atla (Steindi J.) við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast 4 ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína (Siggi Sigurjóns, Edda Björgvins) sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi (Þorsteinn Bachmann, Selma Björns). Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðin langþreytt á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik.

Hér skrifa Huldar Breiðfjörð og Hafsteinn Gunnar handrit að samtímasögu um nágranna- og forræðisdeilur sem fara úr böndunum. Myndin fjallar um venjulegt fólk í tilgangslausu stríði hvort við annað en einn aðalleikari myndarinnar er stórt og fallegt tré!

English

Screened with English subtitles all summer long in 2019!

When the next-door neighbours complain that a tree in Baldvin and Inga’s backyard is casting a shadow over their sundeck, a typical spat between suburban neighbours begins to spiral unexpectedly and violently out of control.

Under the Tree, writer/director Hafsteinn Gunnar Sigurdsson‘s most recent feature, has won several International Awards and 7 Edda Awards, including Best Film of the Year.

Fréttir

Af jörðu ertu kominn // Cosmic birth – 50 ára afmæli tungllendingar 20.júlí

Mánudjass í Bíó Paradís í sumar

Ævintýrin allt um kring í Cannes