City Lights

Ógæfusami en hugmyndaríki flækingurinn, Charlie Chaplin, verður ástfanginn af blindri blómasölustúlku. Þegar hann heyrir að það eigi að bera blómastúlkuna og ömmu hennar út af heimili þeirra ákveður hann að reyna með öllum ráðum að koma þeim til hjálpar.

Það gengur vægast sagt illa þar til hann fyrir tilviljun hittir drukkinn milljónamæring. Þrátt fyrir að tími þöglu myndanna hafi verið liðinn ákvað Charlie Chaplin samt sem áður að gera þessa mynd eins og hann gerði best, þögla. Kvikmyndin er af mörgum talin hans besta verk.

Sýnd í Bíótekinu, sunnudaginn 3. desember kl 15:00!


Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Frumsýnd: 03. Desember 2023
  • Leikstjórn: Charlie Chaplin
  • Handrit: Charlie Chaplin, Harry Crocker, Harry Clive
  • Aðalhlutverk: Charlie Chaplin, Virginia Cherrill, Florence Lee
  • Lengd: 87 mín
  • Tungumál: Enska
  • Texti:
  • Tegund:Comedy, Romance, Drama
  • Framleiðsluár: 1931
  • Upprunaland: Bandaríkin