Morðsaga

Svartir Sunnudagar kynna: Morðssögu sem sýnd verður sunnudaginn 22. september kl 21:00!
 
Morðsaga er sálfræðilegur spennutryllir um fjölskylduharmleik en hún markaði tímamót í íslenskri kvikmyndasögu sem síðasta óháða íslenska kvikmyndin þar sem hún var gerð árið fyrir stofnun Kvikmyndasjóðs.
 
Hún er því afar hugrakkt og áræðið höfundarverk sem deilir á alþjóðlegan og aldargamlan fjölskyldudjöful. Kannski mætti líta á kvikmyndina sem vorboða íslenska kvikmyndavorsins.
 
Myndin er byggð á handriti eftir Reyni Oddsson og er jafnframt í hans leikstjórn og fjallar um óhugnanlega atburði á heimili efnaðrar fjölskyldu í Reykjavík.
 
Kvikmyndasafn Íslands hefur látið færa myndina á stafrænt form.
 

 


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 16 ára

  • Frumsýnd: 22. September 2024
  • Leikstjórn: Reynir Oddsson
  • Handrit: Reynir Oddsson
  • Aðalhlutverk: Guðrún Ásmundsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Þóra Sigurþórsdóttir
  • Lengd: 90 mín
  • Tungumál: Íslenska
  • Texti: To Be Advised
  • Tegund:Crime, Drama
  • Framleiðsluár: 1977
  • Upprunaland: Ísland