Triangle of Sadness

Bíó Paradís býður upp á gullmola, einn fimmtudag í mánuði sumarið 2024! Ostahlaðborð fylgir hverjum seldum miða og rauðvín á sérstöku gullmolatilboði á Bíóbarnum! Nánar hér: https://bioparadis.is/vidburdir/gullmolar/

Við fylgjumst með hinum ofur -ríku, þegar ungt par á uppleið í módel bransanum fær tækifæri á að dvelja á skemmtiferðaskipi þar sem dýr föt, yfirgengilegir málsverðir og stéttskipting ræður ríkjum. En þegar skipið strandar og skipverjar flýja upp á eyju, þá breytist allt …

Í leikstjórn Ruben Östlund, Triangle of Sadness kom sá og sigraði Gullpálmann aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Cannes 2022 en þess má geta að þetta er í annað sinn sem hann hlýtur verðlaunin, því hann vann fyrir myndina The Square árið 2017.

Myndin hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin 2022 sem kvikmynd ársins, fyrir besta leikara í aðalhlutverki, besta handritshöfund og leikstjóra.

Myndin var tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna 2023 sem besta myndin og fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki.

English

A cruise for the super-rich sinks thus leaving survivors, including a fashion model celebrity couple, trapped on an island.

The film was entered into the 2022 Cannes Film Festival, where it received an eight-minute standing ovation and won the Palme d’Or.

Ruben Ostlund’s Palme d’Or-winning satire took best picture, director, actor and screenplay at the European Film Awards 2022 and is nominated as best film at the Golden Globe 2023 as well as for the best supporting actress.

Join us for a nostalicig night, where we watch the Box Office hit Triangle of Sadness, enjoy cheeses and our special offers on Red Wine!


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 12 ára

  • Frumsýnd: 08. Ágúst 2024
  • Leikstjórn: Ruben Östlund
  • Handrit: Ruben Östlund
  • Aðalhlutverk: Harris Dickinson, Charlbi Dean, Woody Harrelson, Zlatko Burić, Dolly De Leon, Vicki Berlin
  • Lengd: 147 mín
  • Tungumál: Enska
  • Texti: Íslenskur
  • Tegund:Comedy, Drama
  • Framleiðsluár: 2022
  • Upprunaland: Svíþjóð