Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

Ósvaldur Knudsen

Surtur fer sunnan (1964)

Árið 1963 hófst eldgos skammt frá Vestmannaeyjum og með miklum gosstrókum og sprengingum reis Surtsey úr hafinu. Ótrúleg myndskeið Ósvalds af þessum mikilfenglegu hamförum undir rafmagnaðri tónlist Magnúsar Blöndal skapa hér nýjar víddir í íslenskri kvikmyndagerð.

Myndin vakti mikla athygli þegar hún kom út og hlaut mikið lof hér á landi, en þó ekki síst erlendis þar sem hún var sýnd á kvikmyndahátíðum og í sjónvarpi um allan heim.

Eldur í Heimaey (1974)

Þessi merkilega mynd feðganna Ósvalds og Vilhjálms Knudsen sýnir eldgosið í Vestmannaeyjum í öllu sínu ógnvænlega veldi. Aðfaranótt 23. janúar 1973 hófst kraftmikið eldgos rétt austan við byggðina á Heimaey.

Með ótrúlega skjótum hætti tókst að bjarga öllum bæjarbúum og var það upphafið að miklum björgunaraðgerðum næstu vikur og mánuði. Ósvaldur og Vilhjálmur fönguðu þessar hrikalegu hamfarir og björgunaraðgerðir á filmu og úr varð þessi ótrúlega mynd.

*Sérstakur viðburður sunnudaginn 27. október kl 15:00

Kvikmyndasafn Íslands

Bíótekið


  • Frumsýnd: 27. Október 2024
  • Leikstjórn:
  • Handrit:
  • Aðalhlutverk:
  • Lengd: 51 mín
  • Tungumál: Íslenska
  • Texti: To Be Advised
  • Tegund:Documentary
  • Framleiðsluár: 0
  • Upprunaland: Ísland

Aðrar myndir í sýningu