PARTÍSÝNINGAR

Íslenski draumurinn - Föstudagspartísýning

ÞÚ MÁTT EKKI láta þig vanta á geggjaða Föstudagspartísýningu á hinni óborganlegu grínmynd ÍSLENSKI DRAUMURINN – 12. september kl.21:00. Sýningin er í tilefni af 25 ára afmæli myndarinnar í samstarfi við hlaðvarpsþáttinn Paradísarheimt! Eins og vanalega verður sjoppan stútfull af sætindum og barinn fljótandi af partíveigum sem að sjálfsögðu má taka með inní salinn!

Íslenski draumurinn fjallar um draumóramanninn Tóta, en hann hefur hugsað sér að gerast ríkur á því að flytja inn búlgarskar sígarettur til landsins. Þess á milli lendir hann í rifrildi við fyrrverandi konu sína, sem er eitthvað fúl út í Tóta vegna nýju kærustunnar, sem er 18 ára. Einnig ver Tóti stórum hluta af tíma sínum í það annaðhvort að horfa á fótbolta í sjónvarpinu eða að spila Football Manager í tölvunni sinni.

Sýningatímar

  • Fös 12.Sep

Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Leikstjórn: Róbert I. Douglas
  • Handrit: Róbert I. Douglas
  • Aðalhlutverk: Þorsteinn Bachmann, Björgvin Franz Gíslason, Sigurjón Kjartansson, Jón Gnarr, Felix Bergsson, Þórhallur Sverrisson, Hafdís Huld, Edda Björg Eyjólfsdóttir
  • Lengd: 90 mín
  • Tungumál: Íslenska
  • Texti:
  • Tegund:Comedy
  • Framleiðsluár: 2000
  • Upprunaland: Ísland