NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Þýskir kvikmyndadagar

Bíó Paradís, Goethe-Institut í Danmörku og Þýska sendiráðið á Íslandi standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í fimmta sinn dagana 12. – 22. mars 2015.

Að þessu sinni verða sýndar sex myndir sem eru þverskurður af því besta sem þýsk kvikmyndalist hefur upp á að bjóða þessi misserin. Opnunarmyndin er hin margverðlaunaða Beloved Sisters sem er byggð á ævi þýska ljóðskáldsins Friedrich Schiller (1759 – 1805) og löngu sambandi hans við tvær systur, Caroline og Charlotte von Lengefeld en hann kvæntist á endanum annarri þeirra, Charlotte. Myndin var tilnefnd til Gullbjörnsins á kvikmyndahátíðinni Berlinale þar sem hún var frumsýnd og var myndin framlag Þýskalands til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin. Auk hennar verða á dagskrá í Bíó Paradís þekktar verðlaunamyndir sem fjalla m.a. um flótta frá austri til vesturs (Westen), óvenjulegri ástarsögu húshjálpar þar sem hin unga leikkona Vicky Krieps á stjörnuleik í Das Zimmermädchen Lynn, sögu tveggja ungra drengja þar sem varpað er ljósi á harðan veruleika þeirra á viðkvæman og áhugaverðan hátt í Jack, leit fermingarstúlku að leiðinni til Guðs í Kreuzweg og austurrísk-þýsks vestra í leikstjórn Andreas Prochaska, The Dark Valley sem var framlag Austurríkis til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin.

Allar myndirnar eru sýndar með enskum texta.

The fifth German Film Days take place in Bíó Paradís from March 12th to March 22nd 2015. The German Film Days are organized in cooperation with the Goethe-Institut Dänemark and the German Embassy in Reykjavík.

The opening film is the award-winning Beloved Sisters, based on the life of the German poet Friedrich Schiller and his love affair with the von Lengefeld sisters, Caroline and Charlotte. The film was nominated for the Golden Bear at the Berlin International Film Festival and as Germany’s representative for the Oscar as best foreign language film. Other titles on the German Film days have received multiple awards and touch on various subjects, such as an escape from behind the Berlin wall in West, an unusual tale about a chambermaid´s love and voyeurism in The Chambermaid Lynn, where Young Vicky Krieps is mesmerizing as Lynn. We also offer a sensitive, compassionate and engagingly unsentimental portrait of two boys and their rather brutal plight in Jack, a teenage girl’s search for the path to God in Station of the Cross, and a hard-hitting Austrian-German Western, The Dark Valley, directed by Andreas Prochaska, which was selected as the Austrian entry for the Best Foreign Language Film at the Academy Awards.

All films will be screened in German with English subtitles.

Dagskrá

The Dark Valley

Engar sýningar framundan

Jack

Engar sýningar framundan

Beloved Sisters

Engar sýningar framundan

West

Engar sýningar framundan

The Chambermaid Lynn

Engar sýningar framundan