Vegna Stockfish – Kvikmyndahátíðar í Reykjavík verður gert hlé á dagskrá Bíó Paradís dagana 23. febrúar – 5. mars 2017.
MOONLIGHT hlaut 5 stjörnu dóm, fullt hús stiga í Fréttablaðinu:
„Stórkostleg. Vönduð og óaðfinnanlega leikin …. Svona kvikmyndir bræða stálhjörtu“
Moonlight fer aftur í almennar sýningar mánudaginn 6. mars með íslenskum texta. Hún var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna.
MOONLIGHT vann sem besta kvikmyndin á Óskarsverðlaununum 2017, Mahershala Ali vann Óskarinn sem besti leikari í aukahlutverki og myndin hlaut Óskarinn yrir besta handritið byggt á áður útgefnu efni.
Að auki var, Barry Jenkins tilnefndur sem besti leikstjórinn, Naomie Harris sem besta leikkona í aukahlutverki, fyrir bestu kvikmyndatökuna, fyrir besta frumsamda lagið, (samtals átta tilnefningar og þrír sigrar).
Myndin fer í almennar sýningar þann 6. mars nk. með íslenskum texta.
TONI ERDMANN er tilnefnd sem besta erlenda kvikmyndin á Óskarsverðlaununum 2017, og hún vann sem besta kvikmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2016.
Geggjuð dramatísk grínmynd sem fjallar um föður sem leitast við að tengjast dóttur sinni, en hún er framakona í viðskiptum. Myndin hefur verið lofuð í hástert og halda gagnrýnendur vart vatni yfir henni. Toni Erdmann fer aftur í almennar sýningar mánudaginn 6. mars með íslenskum texta.
PATERSON Nýjasta mynd Íslandsvinarins Jim Jarmusch, Paterson, með þeim Adam Driver og Golshifteh Farahani í aðalhlutverkum.
Myndin keppti um aðalverðlaun Cannes kvikmyndahátíðarinnar 2016, þar sem hún vann Palm Dog verðlaunin.
Gagnrýnendur eru á einu máli, – myndin er stórstleg og fær hún fullt hús stiga víða. Paterson fer aftur í almennar sýningar mánudaginn 6. mars með íslenskum texta.
Skoða fleiri fréttir