Sérstakur viðburður: Friðrik Þór Friðriksson spjallar við áhorfendur og léttar veitingar verða í boði að sýningu lokinni.
Bíótekið kynnir: Skytturnar, sunnudaginn 23. apríl kl 17:00.
Skytturnar er fyrsta leikna kvikmynd Friðriks Þórs í fullri lengd. Sagan segir frá Búbba og Grími, tveimur sjómönnum sem koma í land eftir langa fjarveru. Í tilraun til að sletta almennilega úr klaufunum þvælast þeir milli öldurhúsa, nektarsýninga og spilasala á örlagaríku fylleríi og eru úr öllum takti við daglegt líf samborgara sinna. Þegar nóttin dregst á langinn á og þeim standa ekki einu sinni fangelsisklefar til boða grípa þeir til örþrifaráða. Myndin vann til alþjóðlegra verðlauna auk þess að vera valin sem framlag Íslands til Óskarsverðlauna árið árið 1987.