Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

Eldeyjan og Björgunarafrekið við Látrabjarg

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 29. Janúar 2023
  • Tungumál: Íslenska

Bíótekið kynnir: Tvær stórkostlegar heimildamyndir! Sýndar kl 15:00 sunnudaginn 29. janúar 2023. Sérstakur viðburður: Spjall við áhorfendur eftir sýninguna

Eldeyjan  (1973)

Eldeyjan er gullfalleg heimildamynd eftir Ásgeir Long, Ernst Kettler og  Pál Steingrímsson sem markaði upphafið að ævilöngu samstarfi þeirra með stofnun framleiðslufyrirtækisins Kvik. Myndin er um náttúruhamfarir og tímamótaatburð í sögu þjóðarinnar en hún hlaut gullverðlaun á alþjóðlegri kvikmyndahátíð, The Atlanta International Film Festival í Bandaríkjunum. Liðin eru 50 ár frá eldgosinu í Heimaey sem  varði  í um fimm mánuði og eyðilagði nær þriðjung byggðarinnar en alls grófust tæplega 300 hús undir hrauni og ösku.

Björgunarafrekið við Látrabjarg (1949)

Myndin segir frá því þegar meðlimir í björgunarsveitinni Bræðrabandinu undir stjórn Þórðar frá Látrum björguðu breskum skipbrotsmönnum af togaranum Dhoon árið 1947 eða fyrir 75 árum. Óskar Gíslason var við tökur veturinn 1948 til að kvikmynda leikna heimildamynd um afrekið þegar fréttir bárust af því að breski togarinn Sargon hefði strandað í aftakaverði í Patreksfirði. Þustu menn á staðinn til aðstoðar, þar á meðal Óskar Gíslason með myndavélina. Þannig varð kvikmynd Óskars að raunverulegri heimildamynd um samtakamátt sveitunga við erfið björgunarstörf við hrikalegar aðstæður. Myndin var gefin út á fjölda tungumála og sýnd víða um heim.