Evrópskur kvikmyndamánuður 2022

Evrópskur kvikmyndamánuður í Bíó Paradís!

Í fjórar vikur fögnum við evrópskum kvikmyndum, fjölbreytileika þeirra og hefjum verðlaunatímabilið sem lýkur með afhendingu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna þann 10. desember í Hörpu, Reykjavík 2022. Í samstarfi við Evrópsku Kvikmyndaakademíuna, Reykjavíkurborg og Menningar- og Viðskiptaráðuneytið.

Í samstarfi við Europa Cinemas taka kvikmyndahús í Evrópu frá 35 löndum þátt í að hylla evrópskar kvikmyndir, allt frá Reykjavík til Aþenu, frá Lissabon til Búkarest. Við hefjum dagskrána þann 13. nóvember með Evrópska listabíódeginum og Áhorfendaverðlaun unga fólksins á vegum Evrópsku kvikmyndaakademíunnar.

Bíó Paradís býður uppá sýningar á öllum kvikmyndunum sem eru tilnefndar sem besta mynd á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum! Einnig verða sérstakar spurt og svarað sýningar með heiðursgestum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna ásamt fjölda sérviðburða. Evrópskur kvikmyndamánuður nær svo hámarki þann 10. desember þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaun verða afhent í Hörpu.

Kynnið ykkur dagskrá Evrópsks kvikmyndamánaðar í Bíó Paradís hér: