Fréttir

Border – Perlur á VOD-inu!

09/06/2020

Undarlegasta en fallegasta kvikmyndaupplifun síðustu ára!

Mæri er róttæk sýn á Norrænar þjóðsögur, en myndin fylgir sögu landamæravarðarins Tina sem er vansköpuð og utanveltu í þjóðfélaginu, en hún býr að hreint ótrúlegu sjötta skilningarviti fyrir að bera kennsl á smygglara, þar sem yfirnáttúrulegt lyktarskyn hennar gerir hana að ómissandi liðsfélaga. Sem nokkurs konar mennskur fíkniefnaleitarhundur, getur hún skynjað skömm, ótta og sekt á ferðalöngum, þangað til einn dag þegar hún hittir Vore sem er fyrsta persónan hún getur ekki borið kennsl á, en uppfrá því verður hún að endurmeta hennar eigin tilveru.

„Border er mögulega skrýtnasta, mest heillandi mynd sem ég hef nokkurn tímann séð. Hún er eins og óráðsdraumur klikkunar, ótrúelgt afrek einstaks ímyndunarafls og ögrandi kvikmyndagerðar.“  – The New Yorker

Hægt er að leigja BORDER (GRÄNS) á VOD leigu Símans og Vodafone með íslenskum texta!

Skoða fleiri fréttir